- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þunnskipað Kríulið tapaði á Ásvöllum

Jón Karl Einarsson, skoraði 13 mörk fyrir ungmennalið Hauka gegn Herði. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Hauka gerði sér lítið fyrir í gærkvöld og lagði liðsmenn Kríu með tveggja marka mun í Olísdeild karla í handknattleik en leikið var í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, 28:26. Haukar voru einnig yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:9.


Lið Kríu var fremur þunnskipað að þessu sinni. Aðeins 11 leikmenn voru á leikskýrslu, þar af tveir markverðir. Virðist vera sem stíf leikjadagskrá sé farin að setja mark sitt á Kríumenn nú þegar nokkuð er liðið á keppnistímabilið.


Jón Karl Einarsson fór mikinn í liði Hauka og skoraði einn tug marka. Kristján Orri Jóhannsson bar uppi lið Kríu, alltént við sóknarleikinn, eins og stundum áður.


Kría er í 5. sæti deildarinnar að loknum 13 leikjum með 15 stig eins og Fjölnismenn. Ungmennalið Hauka er næst á eftir Kríu með 11 stig en á leik til góða.


Mörk Hauka U.: Jón Karl Einarsson 10. Guðmundur Bragi Ástþórsson 5, Þorfinnur Máni Björnsson 5, Kristófer Máni Jónasson 2, Jakob Aronsson 2, Ari Sverrir Magnússon 1, Jóhannes Damian Patreksson 1, Steinn Kári Pétursson 1, Þórarinn Þórarinsson 1.
Mörk Kríu: Kristján Orri Jóhannsson 9, Viktor Andri Jónsson 5, Gunnar Valur Arason 3, Gísli Gunnarsson 2, Alex V. Ragnarsson 2, Henrik Bjarnason 2, Viktor Orri Þorsteinsson 2, Filip Andonov 1.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -