- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tinna Húnbjörg reyndist meisturunum erfið – úrslit og markaskor dagsins

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan hefur nýtt hléið síðustu vikur vel til þess að sækja í sig veðrið ef marka má öruggan sigur hennar á Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs í TM-höllinni í dag, 27:20. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í níu leikjum í Olísdeildinni á leiktíðinni og afar kærkominn eftir misjafnt gengi í síðustu leikjum.


Stjarnan var fimm mörkum yfir að loknum fyrir hálfleik, 15:10. Tinna Húnbjörg Einarsdóttir átti stórleik í marki Stjörnunnar. Hún varð 18 skot og var með liðlega 47% hlutfallsmarkvörslu. Fyrir vikið reyndist hún leikmönnum KA/Þór afar óþægur ljár í þúfu en KA/Þórsliðið lék m.a. án Rutar Jónsdóttur.

Rut hefur ekki jafnað sig eftir að hafa meiðst undir lok fyrri viðureignar KA/Þórs og BM Elche í Evrópubikarkeppninni fyrir hálfum mánuði.
Stjarnan er áfram í sjötta sæti með sex stig eftir níu leiki. KA/Þórsliðið situr líka áfram á sínum stað í deildinni, því þriðja með 11 stig.

Fram fylgir Val eins og skugginn og aðeins munar einu stigi á liðunum eftir níu leiki, Val í vil. Fram vann Hauka í hörkuleik í Framhúsinu í kvöld, 24:22. Lítill munur var á liðunum lengst af. Staðan var jöfn 14:14 eftir fyrri hálfleik og einnig tíu mínútum fyrir leikslok, 21:21.
Haukar eru í fjórða sæti Olísdeildar með níu stig.

Staðan í Olísdeild kvenna.


Stjarnan – KA/Þór 27:20 (15:10).
Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 8, Elísabet Gunnardóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 6/1, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 18, 47,4%.
Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 3/1, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 14, 34,1%.

Fram – Haukar 24:22 (14:12).
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 6/1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5/1, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Emma Olsson 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 6, 30% – Írena Björk Ómarsdóttir 2/1, 20%.
Mörk Hauka: Sara Odden 8, Berta Rut Harðardóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Natsja Hammer 1, Karen Helga Díönudóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1,
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 8, 47,1% – Agnes Ósk Viðarsdóttir 6, 28,6%.


Valur – HK 18:17 (8:7).

Mörk Vals: Mariam Eradze 8/6, Auður Ester Gestsdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12, 50%.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 3/3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2/1, Berglind Þorsteinsdóttir 2/2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1, Margrét Ýr Björnsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Karen Kristinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 8/1, 32%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -