Treystu stöðu sína með sigri

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd /PAUC

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans í PAUC treystu stöðu sína í fjórða sæti frönsku úrvalsdeildinnar í handknattleik með tveggja marka sigri á Ivry, 27:25, á heimavelli í frestuðum leik úr sjöttu umferð.


PAUC hefur þar með 32 stig eftir 24 leiki og er tveimur stigum á undan Nimes sem einnig á 24 leiki að baki. Nantes er sjö stigum á undan PAUC í þriðja sæti. PSG og Montpellier er í efstu tveimur sætum deildarinnar.

Donni skoraði tvö mörk í fjórum skotum að þessu sinni. Mestric Sandro, markvörður liðsins, átti annan stórleiki í röð með vel yfir 40% hlutfallsmarkvörslu.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -