- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú lið eru á barmi úrslitahelgarinnar

Leikmenn Györ eiga sæti í undanúrslitum Meistaradeildar næsta víst eftir 11 marka sigur í Svartfjallalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Um helgina fóru fram fyrri leikirnir í þremur viðureignum í 8-liða úrslitunum í Meistaradeild kvenna. Í Rúmeníu tók CSM á móti rússneska liðinu CSKA þar sem að rúmenska liðið hafði betur, 32-27, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 20-12. Með þessum sigri stendur CSM vel að vígi í keppninni um sæti í Final4-helginni í lok maí en það yrði þá í fjórða skiptið sem liðinu tækist að komast svo langt í Meistaradeildinni. Ekki skal með öllu afskrifa þær rússnesku. Þær unnu einmitt upp fimm marka forskot í seinni leiknum í 16-liða úrslitunum gegn Krim.

Magnað ungverskt lið

Ríkjandi meistarar Györ fóru í heimsókn til Svartfjallalands og öttu kappi við Buducnost þar sem að gestirnir byrjuðu af miklum krafti og eftir tíu mínútna leik komust þær í 7-3 forystu. Munaði mestu um frábæran leik hjá Amandine Leynaud markverði ungverska liðsins. Þegar á leið hálfleikinn náðu leikmenn Buducnost að stilla saman strengi og vinna sig hægt og rólega inn í leikinn og minnka muninn í eitt mark, 10-9. Góður endasprettur Györ-liðsins gerði það að verkum að þær ungversku fóru með fimm marka forystu í hálfleik, 16-11. Í seinni hálfleik var allur í eigu Györ. Liðið fór hreinlega á kostum og fór að lokum með 11 marka sigur, 30-19. Verður að teljast nánast öruggt að Györ verði á meðal liða í Final4 helginni í Budapest í lok maí.

Ójafnt í Frakklandi

Lokaleikur helgarinnar fór svo fram í Frakklandi þar sem frönsku liðin Brest og Metz áttust við þar sem að Brest var miklu betra frá upphafi, ekki síst í vörninni. Leikmenn Metz áttu engin svör við gríðarlega öflugri 6:0 vörn Brest. Til að mynda náðu leikmenn Metz ekki að skora mark í ellefu mínútur í fyrri hálfleik og þar lagði Brest grunninn að fimm marka forystu, 16-11, að loknum fyrri hálfleik.
Brest slakaði ekki á klónni í þeim seinni og eftir aðeins tíu mínútna leik var liðið komið með níu marka forskot, 24-15. Leikmenn Brest slógu varla feilspor í sóknarleiknum en hann var 76%. Svo fór að lokum að Brest vann öruggan tíu marka sigur, 34-24, og ljóst að það verður þungur róður fyrir Metz í seinni leiknum á heimavelli um næstu helgi.

Fjórða rimma átta liða úrslita verður á milli Vipers frá Noregi og rússneska liðsins Rostov-Don. Vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi er Vipers tilneytt að leika báða leikina í Rússlandi um næstu helgi.


CSM Búkaresti 32-27 CSKA (20-12)
Mörk CSM: Cristina Neagu 6, Barbara Lazovic 6, Dragana Cvijic 5, Siraba Dembele 5, Elizabeth Omoregie 3, Laura Moisa 3, Crina Pintea 2, Bianca Bazaliu 2.
Varin skot: Jelena Grubisic 13.
Mörk CSKA: Antonina Skorobogatchenko 6, Darya Dmitrieva 5, Sara Ristovska 5, Polina Gorshkova 4, Ekaterina Ilina 3, Kathrine Heindahl 3, Olga Gorshenina 1.
Varin skot: Polina Kaplina 6, Chana Masson 2, Anna Sedoykina 2.

Buducnost 19-30 Györ (11-16)
Mörk Buducnost: Jovanka Radicevic 5, Allison Pineau 5, Valeriia Maslova 3, Itana Grbic 3, Katarina Dzaferovic 1, Ivona Pavicevic 1, Ema Ramusovic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 6, Armelle Attingre 2.
Mörk Györ: Stine Bredal Oftedal 9, Anita Görbicz 4, Viktoria Lukacs 4, Estelle Nze Minko 4, Kari Brattset 3, Eduarda Amorim 3, Veronica Kristiansen 3.
Varin skot: Amandine Leynaud 13.

Brest 34-24 Metz (16-11)
Mörk Brest: Ana Gros 10, Djurdjina Jaukovic 6, Isabelle Gullden 4, Sladjana Pop-Lazic 3, Pauline Coatanea 3, Constance Mauny 2, Alicia Toublanc 2, Coralie Lassource 2, Kalidiatou Niakate 1, Pauletta Foppa 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 9, Sandra Toft 9.
Mörk Metz: Louise Burgaard 4, Marie Sajka 4, Camila Micijevic 2, Astrid N’gouan 2, Manon Houette 2, Tjasa Stanko 2, Orlane Kanor 2, Jurswailly Luciano 2, Meline Nocandy 1, Debbie Bont 1, Yvette Broch 1, Olga Perederiy 1.
Varin skot: Dinah Eckerle 4, Hatadou Sako 3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -