- Auglýsing -

Tumi Steinn byrjaði af krafti í Coburg

Tumi Steinn Rúnarsson fór vel af stað með Coburg í Þýskalandi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Tumi Steinn Rúnarsson stimplaði sig hressilega til leiks í fyrsta leik sínum með HSC Coburg í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær. Hann skoraði sjö mörk úr jafnmörgum tilraunum fyrir liðið er það vann TV Emsdetten með níu marka mun, 34:25, á heimavelli. Þrjú marka sinna skoraði Tumi Steinn úr vítaköstum.


Til viðbótar átti Tumi Steinn þrjár stoðsendingar. Hann gekk óvænt til liðs við félagið um miðjan janúar.


Emsdetten var marki yfir í hálfleik, 14:13. Leikmenn liðsins fengu hinsvegar ekki rönd við reist þegar Tumi Steinn og félagar sneru við taflinu í síðari hálfleik. Tumi Steinn átti mikinn þátt í viðsnúningnum en hann skoraði sex af sjö mörkum sínum í síðari hálfleik.


Fyrrverandi samherji Tuma Steins í Íslandsmeistaraliði Vals á síðasta vori, Anton Rúnarsson, var fjarri góðu gamni og lék ekki með TV Emsdetten að þessu sinni.
HSC Coburg er í 13. sæti af 20 liðum deildarinnar. TV Emsdetten er þremur sætum neðar.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -