- Auglýsing -

Tuttugu ára gömul mynd í tilefni dagsins

Feðgarnir Sigtryggur Daði og Rúnar Sigtryggsson að loknum kappleik hjá Göppingen fyrir liðlega 20 árum. Mynd/Úr einkasafni

Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er í Þýskalandi þessa dagana þar sem hann verður m.a. áhorfandi á viðureign Göppingen og Stuttgart í þýsku 1. deildinni í dag. Rúnar lék með Stuttgart frá 1998 til 2000.


Sonur Rúnars, Andri Már, gekk til liðs við Stuttgart í sumar, en hann er einn af efnilegri handknattleiksmönnum og Íslands um þessar mundir og hefur gert það með liðinu í vetur. Rúnar hefur þar með tengingu við bæði félögin.

Í tilefni leiksins birti Rúnar myndina hér að ofan þar sem hann hefur nýlokið einum af leikjum sínum með Göppingen í kringum aldarmótin. Rúnar er með eldri son sinn og Heiðu Erlingsdóttur í fanginu, Sigtrygg Daða, sem nú er leikmaður ÍBV. Hann verður einnig á leiknum í dag þótt hann verði e.t.v. hvorki í fangi föður síns né í treyju Göppingen að þessu sinni.


Fleiri Íslendingar koma við sögu í leiknum í dag. Viggó Kristjánsson leikur einnig með Stuttgart auk þess sem Janus Daði Smárason leikur með Göppingen.

Leikurinn hefst klukkan 15 og verða aðeins 750 áhorfendur á leiknum vegna takmarkana. Verða þeir að fylgja ströngum sóttvarnarreglum og vera skilyrðislaust bólusettir. Óbólusettir fá ekki aðgang að handboltaleikjum í Þýskalandi fremur en í mörgum öðrum löndum Evrópu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -