- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir bættust í hópinn – niðurstöðu myndatöku er beðið

Undirbúningur fyrir EM heldur áfram. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Tveir leikmenn bættust í hóp íslenska landsliðsins í handknattleik í gærkvöld eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr PCR prófi sem tekið var. Báðir höfðu leikmennirnir verið í nokkurra daga sóttkví. Til viðbótar bættust tveir starfsmenn landsliðsins við í gær að lokinni sóttkví.


Þar með hafa 19 af 20 leikmönnum hópsins sem valinn var fyrir Evrópumótið komið sér fyrir á Grand Hótel ásamt þjálfaranum Guðmundi Þórðir Guðmundssyni og nokkrum starfsmönnum.

Persónubundnar sóttvarnir eru í hávegum hafðar innan hópsins. Flestir eru reynslunni ríkari úr fyrri verkefnum landsliðsins m.a. í aðdraganda HM fyrir ári síðan þegar landsliðið dvaldi í búbblu dagana áður en haldið var til Egyptalands.


Þrír starfsmenn landsliðsins verða í einangrun fram fram á föstudag og laugardag eftir að hafa smitast af veirunni skömmu fyrir árslok.


Allur hópurinn, leikmenn og starfsmenn, sem er á Grand Hótel gekkst undir PCR próf í gær. Fengu þeir neikvæða niðurstöðu.

Sveinn fór í myndatöku

Landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson meiddist á hné á æfingu landsliðsins í gær. Hnéið var myndað fyrir hádegið í dag og er niðurstöðu hennar beðið. Eftir því sem næst verður komist vona menn það besta en ef vonin bregst gæti þurft að kalla inn leikmann í stað Sveins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -