- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir hafa skorað flest mörk

Vilhelm Poulsen, Fram, sækir að vörn KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Tveir leikmenn eru efstir og jafnir á lista yfir markahæstu leikmenn Olísdeildar karla þegar flest liðin hafa leikið 11 leiki eða helming þeirra leikja sem til stendur að fari fram. Aðeins eru eftir tvær viðureignir sem varð að fresta í síðasta mánuði vegna kórónuveirunna.


Óðinn Þór Ríkharðsson, KA, og Færeyingurinn Vilhelm Poulsen hjá Fram, hafa skorað flest mörk, 83 hvor. Báðir voru þeir í ham í 11. umferðinni. Poulsen skoraði 12 mörk hjá Aftureldingarmönnum á laugardaginn og Óðinn Þór skoraði 14 mörk gegn Gróttu í gær í KA-heimilinu í langþráðum sigri KA-manna.

Poulsen hefur leikið einum leik færra en Óðinn Þór þar sem Fram á inni leik við Val. Færeyingurinn hefur farið á kostum á keppnistímabilinu og er ekki langt frá því að hafa skorað jafn mörg mörk og allt tímabilið 2020/2021. Þá skoraði Poulsen 89 mörk í 20 leikjum fyrir Fram.

Óðinn Þór Ríkharðsson, KA, á flugi inn úr hægra horninu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Óðinn Þór gekk til liðs við KA fyrir keppnistímabilið eftir að hafa leikið í Danmörku í þrjú ár með GOG og Holstebro.

Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra sem hafa skorað 50 mörk eða fleiri í Olísdeild karla á leiktíðinni, fjöldi leikja er innan sviga.


Vilhelm Poulsen, Fram, 83 (10).
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA, 83 (11).
Ásbjörn Friðriksson, FH, 72 (11).
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Aftureldingu, 67 (11).
Rúnar Kárason, ÍBV, 64 (10).
Hafþór Már Vignisson, Stjörnunni, 63 (11).
Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu, 59 (11).
Leó Snær Pétursson, Stjörnunni, 56 (11).
Egill Magnússon, FH, 53 (11).
Einar Rafn Eiðsson, KA, 53 (11).
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val, 50 (10).
Birgir Steinn Jónsson, Gróttu, 50 (10).
Einar Sverrisson, Selfossi, 50 (10).
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, 50 (11).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -