- Auglýsing -

Tveir í bann en þrír sluppu með skrekkinn

Mynd/Ívar

Tveir handknattleiksmenn voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar HSÍ í dag í framhaldi af útilokunum sem þeir fengu frá kappleikjum á síðustu dögum. Þrír sluppu með áminningu en voru minntir á stighækkandi áhrifum útlokana.


Þeir sem verð að bíta í það súra epli að fara í eins leiks bann eru Matthías Daðason, liðsmaður Kórdrengja, og Jökull Einarsson leikmaður Aftureldingar í 4. flokki karla.

Þeir sem sluppu með skrekkinn eru Gytis Smantauskas leikmaður FH, Kristján Ottó Hjálmsson leikmaður HK, og Þorleifur Rafn Aðalsteinsson leikmaður Fjölnis.


Úrskurð aganefndar má lesa hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -