Tveir tveggja marka sigrar hjá þeim yngri

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

U18 ára landslið Íslands vann færeyska landsliðið í sama aldursflokki í vináttulandsleik sem fram fór í Kórnum í dag, 31:29. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 17:17. Þetta var fyrri viðureign liðanna en sú síðari verður einnig í Kórnum á morgun og hefst klukkan 16.30. Bæði lið búa sig undir þátttöku á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu síðar í sumar.


„Flottur sigur. Liðið sýndu mikinn karakter eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfari liðsins í samtali við handbolta.is í kvöld.


„Sóknarleikurinn var framúrskarandi í leiknum og einnig hraðaupphlaupin. Eftir að við breyttum í 5-1 vörn náðum við góðum tökum á leiknum og niðurstaðan flottur sigur,“ sagði Ágúst Þór og var að vanda hnitmiðaður í svörum.

Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 11, Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Lilja Ágústsdóttir 5, Thelma Melsted Björgvindóttir 3, Alfra Brá Oddsdóttir Hagalín 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.

Yngra liðið hafði einnig betur

Áður en U18 ára landslið Íslands og Færeyja mættust í Kórnum áttust við U16 ára landslið sömu þjóða. Ísland hafði einnig betur í þeirri viðureign, 25:23 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13.


U16 ára landsliðið er að búa sig undir þátttöku í Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg síðar í þessum mánuði.


Mörk Íslands: Þóra Hrafnkelsdóttir 6, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 5, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Rakel Dóróthea Ágústsdóttir 2, Kristbjörg Erlingsdóttir 1, Arna Karítas Eiríksdóttir 1, Sólveig Þórmundsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Eva Gísladóttir 1, Sara Rún Gísladóttir 1.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -