Tvíframlengt og Stjarnan fór áfram

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Stjarnan tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla með sigri á Aftureldingu í kvöld í tvíframlengdum háspennuleik í TM-höllinni, 36:35. Hjálmtýr Alfreðsson skoraði sigurmark 40 sekúndum fyrir leikslok. Arnór Freyr Stefánsson, fyrrverandi markvörður Aftureldingar, sá til þess að mark Hjálmtýs nægði. Arnór Freyr varði tvö skot Aftureldingarmanna á síðustu 20 sekúndum leiksins, það síðara frá Blæ Hinrikssyni á lokasekúndunum.

Afurelding var yfir, 14:13, eftir 30 mínútur og liðið skoraði þrjú síðustu mörk hefðbundins leiktíma og jafnaði metin, 29:29. Enn var jafnt eftir eina framlengingu, 32:32.


Háspennuleikur og skemmtilegur þar sem allt var lagt í sölurnar enda er bikarkeppnin engri annarri keppni lík.


Þar með eru tvö lið úr Olísdeild karla fallin úr keppni í 32-liða úrslitum, Fram í gær og Afturelding í kvöld.


Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 8/4, Hjálmtýr Alfreðsson 6, Björgvin Þór Hólmgeirsson 6, Sverrir Eyjólfsson 5, Hafþór Már Vignisson 4, Gunnar Steinn Jónsson 4, Hrannar Bragi Eyjólfsson2, Pétur Árni Hauksson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 19/1, 39%, Sigurður Dan Óskarsson 1, 17%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 10, Árni Bragi Eyjólfsson 8, Þrándur Gíslason Roth 6, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Birkir Benediktsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Bergvin Þór Gíslason 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 17, 40%, Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 17%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -