- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvö áfram en tvö eru úr leik

Alexander Petersson og Elvar Örn Jónsson leikmenn Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Tvö svokölluð Íslendingalið komust áfram í þriðju umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld á sama tíma og tvö féllu úr keppni.

Alexander Petersson skoraði fimm mörk í sex skotum fyrir MT Melsungen í þegar liðið vann 2. deildarliðið Bietigheim, 30:28, í hörkuleik á útivelli, 30:28. Alexander átti einnig tvær stoðsendingar.


Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í sex skotum fyrir Melsungenliðið auk einnar stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk úr jafnmörgum tilraunum og átti einnig eina stoðsendingu.


Janus Daði Smárason og samherjar í Göppingen komust einnig áfram í næstu umferð þegar þeir unnu Hüttenberg, sem leikur í 2. deild, örugglega á útivelli með 14 marka mun, 40:26. Janus Daði skoraði tvö mörk úr tveimur skotum auk þess sem hann átti fjórar stoðsendingar.


Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk í sex skotum og átti einnig þrjár stoðsendingar fyrir EHV Aue er liðið tapaði á heimavelli fyrir þýsku meisturunum í THW Kiel, 38:26. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue um hríð í leiknum og varði fjögur skot, 20%.


Daníel Þór Ingason og samherjar hans í Balingen-Weilstetten máttu bíta í það súra epli að falla úr keppni í kvöld. Þeir töpuðu fyrir Nordhorn, sem féll úr 1. deild í vor, 29:25, á útivelli. Daníel Þór skoraði tvö mörk í jafnmörgum tilraunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -