- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tvö Íslendingalið mæta Valsmönnum í Evrópudeildinni

Valsmenn hafa í mörg horn að líta í Evrópudeildinni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Valur verður í B-riðli Evróudeildarinnar í handknattleik karla með PAUC frá Frakklandi, þýska liðinu Flensburg, sænsku meisturunum frá Ystads, Benidorm frá Spáni og ungverska liðinu Ferencváros sem er með bækistöðvar í Búdapest.



Fyrsti leikur Vals verður gegn PAUC þriðjudaginn 25. október í Origohöllinni, eftir því sem næst verður komist en leikjadagskráin skýrist þegar á daginn líður.


Kristján Örn Kristjánsson leikur með PAUC sem varð í þriðja sæti í frönsku 1. deildinni á síðasta keppnistímabili á eftir PSG og Nantes.


Með Flensburg leikur Teitur Örn Einarsson.


Alls voru nöfn 24 liða í skálunum sex sem dregið var úr og höfnuðu þau í fjórum riðlum.


Riðlaskipting keppninnar er þessi:
A-riðill: Benfica, Kadetten, Tatran Presov, Göppingen, Montpellier, Fejér-B.A.L. Veszprém.
B-riðill: PAUC , Ystads IF HF, Valur, Flensburg, Benidorm, Ferencváros (FTC).
C-riðill: Skjern, Granolles, Balatonfüredi KSE, Sporting, RK Nexe, ALPLA HC Hard.
D-riðill: Füchse Berlin, HC Eurofarm Pelister, HC Motor, Bidasoa, Skanderborg-Aarhus, Aguas Santas Milaneza.
Að riðlakeppninni lokinni 28. febrúar fara fjögur efstu lið hvers riðilsins áfram í 16-liða úrslit.


Síðasti leikurinn í riðlakeppninni hjá Val verður einnig með PAUC í Frakklandi síðla í febrúar.

Nokkir Íslendingar leika með liðunum sem geta mætt Val.
Skjern: Sveinn Jóhannsson.
PAUC: Kristján Örn Kristjánsson, Donni.
Kadetten: Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari, Óðinn Þór Ríkharðsson.
HC Motor: Roland Eradze, aðstoðarþjálfari.
Flensburg: Teitur Örn Einarsson.
Alpla Hard: Hannes Jón Jónsson, þjálfari.


Handbolti.is fylgist með drættinum í morgun í textalýsingu sem m.a. má sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -