- Auglýsing -

Tvö stig í boði sem bæði liði þurfa á að halda

Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Einn leikur verður á dagskrá í Meistaradeildar kvenna í handknattleik í kvöld þegar að Metz tekur á móti Krim á heimavelli sínum. Leiknum var frestað í 9. umferð. Leikmenn beggja liða horfa löngunaraugum til stiganna tveggja sem eru í boði í kvöld.


Metz er að berjast um annað sætið í B-riðli sem veitir sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Krim er í mikilli baráttu um sjötta sætið í riðlinum sem gefur sæti í útsláttarkeppninni.


Metz – Krim |9. febrúar kl.17.45 | Beint á EHFTV.com

  • Metz er í þriðja sætinu í B-riðli með 16 stig. Vipers er einnig með 16 stig en hefur betri markatölu.
  • Krim er í sjötta sætinu með sjö stig, einu meira en sænska liðið Sävehof sem er í sjöunda sæti.
  • Bæði lið unnu mikilvæga sigra um síðustu helgi. Þrettán mörk frá Katrainu Krpez Slezak lagði grunn að sigri Krim á Kastamonu, 36-28.
  • Metz vann Vipers um síðustu helgi, 31-25.
  • Metz vann fyrri leikinn við Krim í vetur með eins marks mun. Louise Burgaard skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka.
  • Metz vantar aðeins 37 mörk til þess að rjúfa 4.000 marka múrinn í Meistaradeild kvenna. Ólíklegt að liðinu takist að ná áfanganum í þessum leik þar sem það hefur mesta skorað 35 mörk í einum í leik í keppninni á þessari leiktíð.


    Staðan í B-riðli:
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -