- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Fyrsti leikur framundan á Ólympíuhátíðinni

Íslensku piltarnir búa sig undir fund þar sem leggja átti á ráðin fyrir viðureignina við Króata í dag. Mynd/Björn
- Auglýsing -

Strákarnir í U17 ára landsliði Íslands leika í dag sinn fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Slóvakíu, ári síðar en til stóð. Fyrsti andstæðingur íslenska liðsins verður landslið Króata. Flautað verður til leiks klukkan 14.30 og eru leikmenn íslenska liðsins og þjálfarar tilbúnir í slaginn.


Hópurinn kom til Slóvakíu á laugardagskvöldið ásamt þjálfurum sínum og flokkstjóra. Handknattleiksliðið er hluti af nærri 70 manna hópi íslenskra ungmenna sem taka þátt í Ólympíuhátíðinni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.


Setningarhátíð Ólympíuhátíðarinnar fór fram í gærkvöld í bænum Banská Bystrica þar sem meginþorri af keppni leikanna fer fram. Glæsilegur hópur íslenska ungmenna tók þátt, þar á meðal handknattleiksliðið sem er skipað 15 leikmönnum.

Frá setningahátíð Ólympíuhátíðarinnar í Banská Bystrica i Slóvakíu í gærkvöld. Mynd/Björn

Alls verður keppt í 10 keppnisgreinum íþrótta í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og fer meginþorri þeirra fram í Banská Bystrica. Handknattleikskeppnin verður í Zvolen rúmum 20 km suður af Banská Bystrica. Aðstaðan í Zvolen er góð eftir því sem næst verður komist en þar af hafa hreiðrað um sig 16 handknattleikslið, átta karlalið og átta kvennalið. Íslandi stóð aðeins til boða að senda karlalið til leiks.


Boltapoki íslenska liðsins skilaði sér því miður með öðrum farangri þegar komið var með flugi til Vínarborgar á laugardaginn. Eftir því sem næst verður komist er óljóst hvar hann er niðurkomin en vonir standa til að hann skili sér fljótlega. Að öðrum kosti verður að kaupa bolta.


Handbolti.is mun eftir fremsta megni fylgjast með framvindu handknattleiksliðsins í keppni hátíðarinnar. Auk viðureignarinnar við Króata í dag leika íslensku piltarnir við Dani á morgun og Spánverja á miðvikudag. Eftir leikina þrjá taka við viðureignir við lið úr hinum riðli mótsins þegar kemur lengra fram í vikuna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -