- Auglýsing -
- Auglýsing -

U17: Hrepptu sjötta sæti eftir hörkuleik

U17 ára landsliðið hafnaði í sjötta sæti á Ólympíuhátíð æskunnar. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U17 ára landslið Íslands í handknattleik karla hafnaði í sjötta sæti í handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Slóvakíu. Liðið tapað fyrir Spánverjum með þriggja marka mun, 32:29, í hörkuleik um fimmta sætið í Zvolen í morgun.


Íslensku piltarnir voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15.

Íslensku strákarnir stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik og Spánverjar réðu illa við sóknarleik íslenska liðsins.


Svipað var upp á teningnum í byrjun síðari hálfleiks en íslensku strákarnir juku forskot sitt og komust mest fimm mörkum yfir. Um miðbik seinni hálfleiks svöruðu Spánverjar hins vegar fyrir sig. Þeir unnu sig inn í leikinn og tóku forystuna á síðustu mínútunum. Endaði leikurinn með sigri Spánverja 32:29.
Íslensku strákarnir sýndu frábæra frammistöðu í leiknum og mikill stígandi í leik liðsins eftir því sem leið á mótið.


Mörk Íslands: Róbert Dagur Davíðsson 5, Eiður Rafn Valsson 4, Gísli Rúnar Jóhannsson 3, Patrekur Guðmundsson Öfjörð 3, Ívar Bessi Viðarsson 3, Andri Clausen 3, Örn Alexandersson 2, Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 2, Daníel Stefán Reynisson 2, Bjarki Jóhannsson 2.


Slóvakar höfnuðu í sjöunda sæti eftir sigur á Slóvenum, 23:22.


Danir og Þjóðverjar leika til úrslita í keppninni síðar í dag. Portúgal og Króatía eigast við í leik um bronsverðlaun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -