- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18: Erfið byrjun í París

Piltarnir í U18 ára landsliðinu í París í morgun. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U18 ára landsliðs Íslands í handknattleik karla tapaði fyrir Frökkum, 37:28, í upphafsleik sínum á Pierre Tiby mótinu í París í kvöld. Frakkar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13, eftir að hafa verð einu til þremur mörkum yfir nær allan hálfleikinn.


Í síðari hálfleik átti íslenska liðið erfitt uppdráttar. Frakkar skoruðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins á fyrstu mínútunni og gáfu þar með tóninn. Þeir náðu mest tíu marka forskoti rétt eftir miðjan síðari hálfleik. Íslensku piltunum tókst aðeins að minnka muninn áður en Frakkar tóku völdin á ný á lokakaflanum.


Talsvert var um að sendingar rötuðu ekki manna á milli í íslenska liðinu og greinilegt var að meiri samæfingu vantar í hópinn. Eins var greinilegur nokkur hæðarmunur á leikmönnum liðanna, þeim frönsku í hag. Eins var markvarslan betri hjá heimaliðinu.


Allir 16 leikmenn íslenska fengu tækifæri til þess að spreyta sig.


Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 9/4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Atli Steinn Arnarsson 4, Kjartan Þór Júlíusson 3, Össur Haraldsson 3/3, Reynir Þór Stefánsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 7, Kristján Rafn Oddsson 1.


Næsti leikur íslensku piltanna verður gegn landsliði Króata klukkan 17 á morgun. Þeir mæta Ungverjum á laugardaginn.

Króatar unnu Ungverja með fjögurra marka mun, 32:28, í fyrri leik dagsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -