- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18: Frábær byrjun á HM – fimm marka sigur á Svíum – myndskeið

Glaðar í bragði eftir frábæran sigur á Svíum á HM í dag. Mynd/Brynja
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hóf þátttöku sína á heimsmeistaramótinu með frábærum leik og stórbrotnum sigri á sænska landsliðinu, 22:17, í Jane Sandanski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu. Íslensku stúlkurnar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 11:9.


Leikurinn var afar vel útfærður, jafnt í vörn sem sókn. Íslenska liðið réði lögum og lofum nánast frá upphafi til enda. Ef undan eru skildar fyrstu 10 mínútur leiksins var íslenska liðið með yfirhöndina. Varnarleikurinn var framúrskarandi frá fyrstu mínútu og markvarslan afar góð. Ethel Gyða Bjarnasen fór á kostum og varði m.a. tvö vítaköst og mörg skot í opnum færum. Sóknarleikurinn var afar vel útfærður sem varð til þess að liðið fékk opin færi nánast í hverri sókn.

Myndskeið af fögnuðinum:


Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá hertu íslensku stúlkurnar róðurinn í síðari hálfleik og voru komnar með fimm marka forskot, 17:12, þegar leiktíminn var hálfnaður. Svíar reyndu að gera áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn nema niður í þrjú mörk.


Sigurinn veitir íslenska liðinu svo sannarlega byr undir báða vængi og vonir um annað af tveimur efstu sætum riðilsins.


Næsti leikur Íslands verður við Svartfellinga á morgun klukkan 16.20. Svartfellingar unnu Alsírbúa, 38:16, í morgun.


Mörk Íslands: Lilja Ágústsdóttir 6/3, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Sara Dröfn Richardsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 1, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 12/2, Ingunn María Brynjarsdóttir 2.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -