- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18: Grátlega naumt tap

Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson þjálfarar U18 ára landsliðsins á hliðarlínunni á æfingamóti í París í haust. Mynd/tiby-handball.com/
- Auglýsing -

Piltarnir í U18 ára landsliðinu biðu grátlega naumt tap í kvöld fyrir Ungverjum í lokaleik sínum á alþjóðlega handknattleiksmótinu í París, 33:32. Ungverjar skoruðu sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok en áður hafði Birkir Snær Steinsson jafnað metin þegar hálf mínúta var eftir.


Ungverjar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:12 og voru lengst af einu til tveimur mörkum yfir. Andri Fannar Elísson kom Íslandi yfir, 25:24, þegar 10 mínútur voru eftir. Þá hafði Ísland ekki verið yfir frá í upphafi leiks, 3:0.


Íslensku piltarnir léku vel að þessu sinni og áttu svo sannarlega skilið að fá a.m.k. annað stigið úr leiknum eftir að hafa sýnt mikla baráttu og leikgleði frá upphafi til enda. Þeir lögðu aldrei árar í bát þótt á móti blési en þeir voru einstaklega óheppnir með marga brottrekstra auk þess sem ungversku leikmennirnir fengu óþarflega mörg vítaköst.


Sannarlega besti leikur íslenska liðsins í mótinu og margt sem þjálfararnir Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson ásamt piltunum geta tekið með sér inn í áframhaldandi undirbúning fyrir Evrópumótið á næsta ári.

Mörk Íslands: Össur Haraldsson 6, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Elmar Erlingsson 4, Birkir Snær Steinsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 3, Andrés Marel Sigurðsson 3, Sæþór Atlason 2, Reynir Þór Stefánsson 1, Andri Fannar Elísson 1, Hans Jörgen Ólafsson 1.


Breki Hrafn Árnason, markvörður, varði 12 skot, þar af 1 vítakast.

Breki Hrafn Árnason, markvörður íslenska landsliðsins var góður í markinu gegn Ungverjum. Mynd/tiby-handball.com
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -