- Auglýsing -
- Auglýsing -

U18: Músagangur á herbergjum stúlknanna í Belgrad

Íslenska landsliðið eftir sigurinn á Slóvenum í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Ungmennalandslið kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, dvelur á lélegu hóteli í Belgrad í Serbíu. Sóðaskapur er mikill og m.a. er mýs á hlaupum um herbergi leikmanna liðsins svo eitthvað sé nefnt af því sem serbneskir mótshaldarar bjóða upp í höfuðborginni.

Íslenski hópurinn kom til Belgrad á laugardagskvöld verður í borginni fram á föstudag. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.


Harpa Melsteð, sem á dóttur í íslenska liðinu birti eftirfarandi myndskeið á Twittersíðu sinni í gær.


Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði í skilaboðum til handbolta.is að verið væri að vinna í málinu.


Landsliðið er í Belgrad vegna þátttöku í undankeppni Evrópumótsins 2023 og vann liðið glæsilega sigur í fyrsta leik sínum í gær gegn Slóveníu, 24:21. Ísland mætir landsliðið Slóvakíu í dag og Serbíu á fimmdaginn.


Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 14.30 í dag og verður m.a. stöðu- og textauppfærsla frá leiknum á handbolti.is.

Uppfært kl. 12.30: Harpa greinir frá því á Twitter skömmu fyrir hádegð að liðið fari á annað hótel eftir leikinn í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -