U20: Fengu skell gegn Ungverjum

Færeysku piltarnir í U20 ára landsliðinu áttu við ofurefli að etja á móti Ungverjum í dag. Mynd/EHF

Færeysku piltarnir í U20 ára landsliðinu fengu skell í síðustu umferð B-riðils á Evrópumótinu í handknattleik í Porto í dag. Þeir sáu aldrei til sólar í leiknum gegn Ungverjum og töpuðu með 19 marka mun, 40:21, eftir að hafa verið 11 mörkum undir í hálfleik, 19:8.


Færeyska liðið, rekur lestina í B-riðli með tvö stig, mætir Pólverjum og Norðmönnum á þriðjudag og miðvikudag, liðum úr A-riðli, í keppni um níunda til sextánda sæti á mótinu.

Sá besti var ekki með

Annan leikinn í röð var besti handknattleikmaður Færeyinga, alltént í þessum aldursflokki, Elias Ellefsen á Skipagøtu ekki með vegna meiðsla. Það er svo sannarlega skarð fyrir skilid. Bróðir han Rói var markahæstur í dag með fimm mörk.

Arnór og Danir fóru áfram

Danir og Ungverjar náðu tveimur efstu sætum B-riðlis og í átta liða úrslitum. Danir unnu Slóvena áðan, 34:27, og fara þar með áfram í átta liða úrslit með tvö stig en Ungverjar verða án stiga. Slóvenar mæta Pólverjum og Norðmönnum úr A-riðli eins og færeyska landsliðið.


Arnór Atlason er þjálfari danska landsliðsins.


Spánverjar og Portúgalir leik við Dani og Ungverja um sæti í undanúrslitum á þriðjudag og á miðvikudag. Landslið Spánar og Portúgals eru örugg um tvö efstu sætin fyrir lokaumferðina í A-riðli í dag.


Íslenska landsliðið leikur afar þýðingarmikill leik við þýska landsliðið í lokaumferð D-riðils í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16 og verður fylgst með leiknum í textalýsingu.

Hér fyrir neðan eru úrslit allra leikja sem lokið er á EM auk stöðunnar í riðlunum fjórum.


a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -