- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Markmiðið er fara á toppinn

Símon Michael Guðjónsson og Arnór Viðarsson og félagar í U20 ára landsliðinu mæta Serbum í fyrstu umferð á EM í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Hópurinn er þéttur og góður enda höfum við kynnst mjög vel síðasta árið,“ sagði Símon Michael Guðjónsson einn leikmanna U20 ára landsliðsins í handknattleik sem tekur þátt í Evrópumótinu sem hefst í Porto í Portúgal í dag. Símon og félagar mæta Serbíu í fyrstu umferð mótsins klukkan 16 í dag og segir Símon alla vera klára í slaginn og bjartsýna á gott gengi. Nær allir leikmenn íslenska hópsins skipuðu einnig landsliðshópinn á EMU19 ára í Króatíu á síðasta sumri en þá hafnaði liðið í áttunda sæti.

Leikjadagskrá riðlakeppninnar:
7.júlí: Ísland - Serbía kl. 16.
8.júlí: Ísland - Ítalía, kl. 11.
10.júlí: Ísland - Þýskalandi, kl. 16.


„Við erum reynslunni ríkari frá EM á síðasta ári og þekkjum vel hvað við erum að fara út í enda ætlum við okkur að ná langt. Markmiðið er ekki flókið, það er að fara allt leið á toppinn, keyra bara fulla ferð. Við erum í þessu til þess að ná árangri,“ sagði Simon Michael ákveðinn. Þess má geta til gamans og fróðleiks að Símon Michael er bróðir Sigvalda Björns hornamanns í A-landsliðinu. Símon er einnig hornamaður en leikur í vinstra horni en bróðurinn í því hægra.



„Við verðum að byrja á fullu strax í fyrsta leik. Koma af krafti inn í mótið. Það skiptir mjög miklu máli,“ sagði Símon Michael sem var alveg óhræddur að viðurkenna að sæti í undanúrslitum EM væri sitt markmið og það væri ekki alveg út í bláinn að setja markið svo hátt.

Liðin 16 sem taka þátt í EM drógust í eftirtalda riðla:
A-riðill: Spánn, Portúgal, Noregur, Pólland.
B-riðill: Slóvenía, Danmörk, Ungverjaland, Færeyjar.
C-riðill: Króatía, Svíþjóð, Frakkland, Svartfjallaland.
D-riðill: Þýskaland, Ísland, Ítalía, Serbía.
Tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í átta liða úrslita þar sem liðin úr A og B-riðlum mætast annarsvegar og C og D-riðill hinsvegar. Eins munu tvö neðstu lið hvers riðils leika um sæti níu til sextán.


Handbolti.is verður með textalýsingu frá leik Íslands og Serbíu í fyrstu umferð EM í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -