- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Svartfellingar og Króatar bíða piltanna

U20 ára landsliðið mætir Svartfellingum á þriðjudaginn kl. 15. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -

U20 ára landslið Íslands í handknattleik karla er síður en svo á heimleið þótt því hafi ekki lánast að komast í hóp átta efstu liðanna á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Íslenska liðið mætir landsliði Svartfjallalands á þriðjudaginn í fyrri umferð milliriðlakeppni liðanna átta sem kljást um níunda til sextánda sæti á EM. Daginn eftir mætir íslenska liðið króatíska landsliðinu.


12. júlí kl. 11: Svartfjallaland – Ísland.
13. júlí kl. 11: Ísland – Króatía.


Liðin átta sem leika um sæti níu til sextán skiptast í tvo riðla. Í öðrum eru Króatía, Ítalía, Ísland og Svartfjallaland en í hinum eru landslið Póllands, Slóveníu, Færeyja og Noregs. Eftir riðlakeppnina mætast tvö efstu liðin í hvorum riðli í krossspili um níunda til tólfta sæti og tvö þau neðstu í hvorum riðli leika um þrettánda til sextánda sæti. Krossspilið fer fram 15. júlí og sætisleikirnir laugardaginn 16. júlí. Leikið er um öll sæti mótsins en sextán lið taka þátt.

Staðan:

LSJTMarkat.Stig
Króatía110028-252
Ítalía110027-262
Ísland100126-270
Svartfjallaland100125-280
LSJTapMarkat.Stig
Pólland110032-262
Slóvenía110028-272
Færeyjar100127-280
Noregur100126-320


Þurfa þrjú til fjögur stig

Króatar og Ítalir byrja með tvö stig þar sem liðin taka með sér úrslit úr innbyrðisleikjum úr riðlakeppninni. Þ.e.a.s. Ítalía tekur með sigurinn á Íslendingum í riðlakeppninni sl. föstudag. Þessi staðreynd þýðir væntanlega að íslenska landsliðið þarf að fá a.m.k. þrjú stig í leikjunum tveimur á þriðjudag og á miðvikudag til þess að leika um níunda til tólfta sætið.

Liðin í 11 (Þjóðverjar meðtaldir) efstu sætum mótsins öðlast keppnisrétt á HM U21 árs liða sem fram að ári liðnu í Þýskalandi og Grikklandi.


Danmörk, Portúgal, Spánn og Ungverjaland verða í öðrum af riðlunum sem leika um fyrsta til áttunda sæti mótsins. Í hinum verða Svíþjóð, Serbía, Þýskaland og Frakkland. Keppni í efri hlutanum hefst einnig á þriðjudaginn og verður fyrirkomulagið eins og hjá liðunum í neðri hlutanum.

Staðan:

LSJTapMarkat.Stig
Danmörk110028-252
Portúgal110036-352
Spánn100135-360
Ungverjaland100125-280
LSJTMarkat.Stig
Svíþjóð110031-242
Serbía110033-302
Þýskaland100130-330
Frakkland100124-310
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -