- Auglýsing -
- Auglýsing -

U20: Tap fyrir Ítölum – daufar vonir um sæti í átta liða úrslitum

Sæti í átta liða úrslitum EM er undir í viðureign íslenska landsliðsins við Þjóðverjar á EM í dag. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði óvænt fyrir ítalska landsliðinu með eins marks mun, 27:26, í annarri umferð D-riðils Evrópumótsins í Porto í dag. Þar með veikjast mjög vonir um sæti í átta liða úrslitum mótsins. Til þess verður íslenska liðið að vinna Evrópumeistara Þýskalands á sunnudaginn og vonast um leið eftir hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum.


Góður endasprettur dugði ekki til að þessu sinni. Ítalir voru fimm mörkum yfir, 23:18, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikhlé þá snerist leikurinn íslensku piltunum í hag. Þeir jöfnuðu metin, 23:23, og komst yfir, 25:24.

Stríðsgæfan var með ítalska liðinu á síðustu mínútunum og sigurmarkið var skorað fimm sekúndum fyrir leikslok. Hvað sem öllu líður þá var sigur Ítala sanngjarn.


Tap fyrr Ítalíu í dag er vafalaust eitt það óvæntasta hjá landsliði Íslands í þessum aldursflokki síðan U21 árs lands Ísland tapaði fyrir hollenska landsliðinu í undankeppni HM snemma árs 2013. Um leið þarf örugglega að leita langt aftur í tímann til þess að leita að tapleik Íslands gegn ítölsku landsliði í handknattleik karla.

Benedikt Gunnar Óskarsson og Einar Bragi Aðalsteinsson fagna einu af mörkunum á endaspretti leiksins. Mynd/EHF


Ítalir voru sterkari frá upphafi til enda í leiknum í dag. Þeir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11, og voru mest með sex marka forskot í síðari hálfleik.
Varnarleikur ítalska liðsins var afar góður frá upphafi. Hann virtist slá íslensku leikmennina út af laginu svo þeir náðu aldrei rétta taktinum í sóknarleiknum nema þá rétt undir lokin þegar öll sund virtust hafa lokast.


Ísland vann Ítalíu með 13 marka mun, 30:17, á EM 19 ára landsliða fyrir ári síðan.


Mörk Íslands: Andri Már Rúnarsson 6, Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 5, Gauti Gunnarsson 2, Símon Michael Guðjónsson 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Tryggvi Þórisson 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 5, 50%, Brynjar Vignir Sigurjónsson 4/1, 31%, Jón Þórarinn Þorsteinsson 4, 23,5%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -