U20: Taska fararstjórans tapaðist – engar tafir á undirbúningi

Róbert Gunnarsson annar þjálfari íslenska liðsins ræðir við leikmenn á æfingu í gær. Mynd/HSÍ

U20 ára landslið karla í handknattleik hefur keppni á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Porto á morgun. Íslenski hópurinn kom til Porto seint í gærkvöld eftir nokkrar tafir en m.a. missti hópurinn af einu tengiflugi vegna öngþveitis á flugvöllum Evrópu. Ein taska tapaðist á ferðalaginu og var Kjartan Vídó Ólafsson fararstjóri og eigandi töskunnar ekkert fram úr hófi bjartsýnn í samtali við handbolta.is á að taskan komi í leitirnar.


Kjartan sagði huggun harmi gegn að allur farangur leikmanna hafi skilað sér á leiðarenda. Það skipti meginmáli.


Símon Michael Guðjónsson, Einar Bragi Aðalsteinsson, Jón Þórarinn Þorsteinsson, Ísak Gústafsson, Einar Andri Einarsson og Kristófer Máni Jónasson fyrir æfingu í keppnishöllinni í Porto í dag. Mynd/HSÍ


Engar tafir voru dag á að hefja endasprettinn á undirbúningi fyrir átökin sem framundan eru. Lagt á ráðin fyrir fyrsta leikinn sem varður við Serba á morgun æft af kostgæfni í keppnishöllinni í Porto, eftir því fram kemur í tilkynningu frá HSÍ.


Íslensku piltarnir eru í riðli með Serbíu, Ítalíu og Þýskalandi. Tvö lið fara áfram úr riðlinum í 8-liða úrslit og tvö þau neðri leik um 9. til 16. sæti.

Leikjadagskrá riðlakeppninnar:
7. júlí: Ísland - Serbía kl. 16.
8. júlí: Ísland - Ítalía, kl. 11.
10. júlí: Ísland - Þýskalandi, kl. 16.


Handbolti.is mun af fremsta megni fylgjast með leikjum íslensku piltanna á mótinu sem stendur yfir til 17. júlí.

Andri Már Rúnarsson, Ísak Gústafsson, Arnór Viðarsson, Simon Michael Guðjónsson og Einar Bragi Aðalsteinsson á fundi í dag. Mynd/HSÍ

Eftir því sem næst verður komist er íslenski hópurinn skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Adam Thorstensen, Stjörnunni.
Brynjar Vignir Sigurjónsson, Aftureldingu.
Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi.

Aðrir leikmenn:
Andri Finnsson, Val.
Andri Már Rúnarsson, Stuttgart.
Arnór Viðarsson, ÍBV.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Einar Bragi Aðalsteinsson, HK.
Gauti Gunnarsson, ÍBV.
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum.
Ísak Gústafsson, Selfossi.
Jóhannes Berg Andrason, Víkingi.
Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Símon Michael Guðjónsson, HK.
Tryggvi Þórisson, Selfossi.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.

Þjálfarar eru Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson.a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -