- Auglýsing -
- Auglýsing -

Umspili í Evrópu er lokið – 24 af 32 sætum á HM ráðstafað

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Norður Makedóníumenn og Svartfellingar gripu síðustu tvö sætin í Evrópuhluta heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í kvöld. Norður Makedónía vann Tékkland, 27:25, í Skopje í kvöld en jafntefli varð í fyrri viðureigninni í Tékklandi á dögunum.


Svartfellingar skelltu Grikkjum í Podgorica, 33:25, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir eftir leikinn í Grikklandi, 25:23.


Þar með hefur 24 af 32 farseðlum á HM karla 2023 verið ráðstafað.


Eftirtaldar þjóðir taka þátt:
Pólland og Svíþjóð sem gestgjafar.

Heimsmeistarar Danmerkur.

Spánn, Frakkland og Noregur frá EM 2022.

Barein, Íran, Katar, Sádi Arabía, Suður Kórea frá Asíukeppninni 2022.

Argentína, Úrúgvæ, Brasilía, Chile frá keppni Mið- og Suður Ameríku.

Ísland, Ungverjaland, Króatía, Serbía, Þýskaland, Portúgal, Norður Makedónía, Svartfjallaland og Belgía frá umspili í Evrópu.


Eftir standa fimm sæti Afríku og eitt frá Norður Ameríku auk tveggja sæta sem Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur til ráðstöfunar, svokallað wild card. Getgátur eru upp um að wild card-sætin komi í hlut Slóvena og Japana.


Afríkukeppninni hefur loksins verið fundin staður. Hún fer fram í Egyptalandi 11. -18. júlí.

Dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið í Katowice í Póllandi laugardaginn 2. júlí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -