Umspilið hefst á miðvikudag í Víkinni og Dalhúsum

Guðmundur Rúnar Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, og leikmenn hans eru komni í annað sæti í Grill66-deild. Mynd/Fjölnir-Þorgils G.

Undanúrslit umspilsins í Olísdeild karla hefst á miðvikudaginn en lokaumferð Grill 66-deildar fór fram í gærkvöld. Í undanúrslitum á miðvikudagskvöld mætast annarsvegar Víkingur og Hörður í Víkinni og hinsvegar Fjölnir og Kría í Dalhúsum. Vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslitaleikinn um sæti í Olísdeild.

Leikjdagskrá undanúrslita:
Fyrsta umferð miðvikudaginn 19. maí, kl. 19.30, báðir leikir.
Önnur umferð laugardaginn 22. maí, klukkan 14 og 16.
Oddaleikir ef með þarf, þriðjudaginn 25. maí, kl. 19.30 í Víkinni og Dalhúsum.


Úrslitaleikir umspilsins eru ráðgerðir laugardaginn 29. maí, þriðjudaginn 1. júní og föstudaginn 4. júní. Sigurliðið tekur sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð ásamt HK sem varð deildarmeistari í Grill 66-deild karla í gærkvöld.

Lokastaðan í Grill 66-deild karla.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -