- Auglýsing -
- Auglýsing -

Undirbúningur fyrir EM leikina er hafinn

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari ræðir við leikmenn fyrir æfingu í Origohöllinni í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik kom saman í gær til undirbúnings fyrir tvo síðustu leikina í undankeppni Evrópumótsins, gegn Svíum hér heima á miðvikudaginn og þremur dögum síðar á móti Serbum ytra. Viðureignin við Serba verður úrslitaleikur um það hvort landsliðið vinnur sér sæti í lokakeppni EM sem fram fer í nóvember.


Arnar Pétursson landsliðsþjálfari valdi á dögunum 18 leikmenn til æfinga vegna leikjanna og voru þeir allir klárir í hefjast handa í gær að Elínu Jónu Þorsteinsdóttur, markverði, undanskilinni. Hún leikur í dag með Ringkøbing Håndbold í umspilskeppni um áframhaldi veru í dönsku úrvalsdeildinni. Elín Jóna kemur til landsins og slæst í hópinn eins og fljótt og mögulegt er.

Mynd/HSÍ


Í gær var æft í Origohöll Valsara en einnig var lagt á ráðin fyrir leikinn við Svíþjóð sem verður á Ásvöllum á miðvikudagskvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.45. Icelandair býður landsmönnum endurgjarldslaust á leikinn.


Íslenska landsliðið er að þessu sinni skipað neðantöldum leikmönnum:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (37/1).
Hafdís Renötudóttir, Fram (34/1).
Aðrir leikmenn:
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (12/12).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (36/41).
Andrea Jacobsen, Kristianstad (29/30).
Lovísa Thompson, Val (27/64).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK (3/7).
Karen Knútsdóttir, Fram (104/370).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (10/30).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (106/223).
Thea Imani Sturludóttir, Val (52/82).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (111/327).
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (3/2).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (88/98).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (36/50).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (49/80).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (65/50).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -