Ungmennaliðið fór með tvö stig austur yfir Hellisheiði

Arnór Logi Hákonarson, leikmaður Selfoss, hefur snúið af sér Aron Inga Heiðarsson, leikmann Fjölnis í leiknum í Dalhúsum í kvöld. Mynd/Fjölnis - Þorgils G.

Ungmennalið Selfoss gerði sér lítið fyrir og lagði Fjölni, 24:23, í Dalhúsum í kvöld í Grill 66-deild karla í handknattleik. Selfossliðið fór með bæði stigin í farteskinu heim að loknum hörkuspennandi leik.


Fjölnir var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:11, í upphafsleik 12. umferðar deildarinnar. Ungmennalið Selfoss er eftir sem áður í sjötta sæti deildarinnar, hefur nú 10 stig er fjórum stigum á eftir Kríu sem er í fimmta sæti. Fjölnir er í fjórða sæti með 14 stig.


Mörk Fjölnis: Alex Máni Oddnýjarson 5, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Elvar Þór Ólafsson 4, Goði Ingvar Sveinsson 4, Óðirnn Freyr Heiðmarsson 2, Matthías Czeslaw Sæþórsson 2, Viktor Berg Grétarsson 1, Ísak Örn Guðbjörnsson 1.
Mörk Selfoss U.: Gunnar Flosi Grétarsson 7, Andri Dagur Ófeigsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Arnór Logi Hákonarson 1, Grímur Bjarndal Einarsson 1.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -