- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úr leik í nokkrar vikur

Alexander Petersson gæti orðið þýskur meistari í vor með Flensburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alexander Petersson leikur ekki með Flensburg á næstunni eftir að hann meiddist á æfingu fyrir helgina áður en liðið hélt til leiks á útivelli við Hannover-Burgdorf sem fram fór í gær.

Alexander mun hafa tognað á læri, eftir því sem fram kemur í frétt á heimasíðu Flensburg þar sem Maik Machulla, þjálfari liðsins staðfestir fregnirnar eftir að Alexander hafði farið í læknisskoðun.

Alexander staðfesti í skilaboðum til handbolta.is skömmu eftir að fréttin var skrifuð að sína væri rifin. Alexander vonast til að jafna sig á fimm til sex vikum. Þar með er ljóst að hann tekur ekki þátt í landsleik við Ísrael í undankeppni EM rétt fyrir miðjan næsta mánuð.

Meiðsli hafa hrjáð marga leikmenn Flensburg á leiktíðinni og segir Machulla þjálfari að hann hafi vart getað stillt upp fullskipuðu liði í mörgum leikjum á keppnistímabilinu.

Alexander kom til liðs við Flensburg í lok janúar eftir að félagið keypti upp samning hans við Rhein-Neckar Löwen.

Flensburg er efst í þýsku 1. deildinni og stendur einnig í ströngu í Meistaradeild Evrópu þar sem staða liðsins í A-riðli er með ágætum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -