- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úrslit í Íslendingaslag réðust á síðustu sekúndu

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Göppingen glaðir í bagði. Mynd/FrishAuf! Göppingen
- Auglýsing -

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Göppingen unnu sætan sigur á Rhein-Neckar Löwen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld á heimavelli Löwen, 32:31. Sebastian Heymann skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins sem var hnífjafn og æsilega spennandi.


Gunnar Steinn skoraði eitt af mörkum Göppingenliðsins og sömu sögu er að segja af Ými Erni Gíslasyni. Hann skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen sem er í fjórða sæti deildarinnar um þessar mundir.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Bergischer HC þegar liðið vann Hannover-Burgdorf, 27: 23 á heimavelli. Arnór skoraði sex af mörkum sínum úr vítaköstum. Bergischer situr í fimmta sæti deildarinnar eftir þennan góða sigur.


Í þriðja leik dagsins vann Kiel stórsigur á Nordhorn, 32:22, og komst þar með upp í annað sæti deildarinnar.

Staðan:
Flensburg 30(17), Kiel 27(15), SC Magdeburg 26(18), Rhein-Neckar Löwen 26(19), Bergischer HC 24(20), Füchse Berlin 23(18), Göppingen 23(18), Leipzig 21(18), Wetzlar 21(19), Melsungen 19(16), Lemgo 18(19), Erlangen 18(20), Hannover-Burgdorf 18(20), Stuttgart 17(19), GWD Minden 14(18), Balingen 11(19), Ludwigshafen 9(19), Nordhorn 9(19), Essen 7(18), Coburg 7(19).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -