Úrslitaleikir yngri flokka – hverjir mætast og hvenær?

Haukar eiga þrjá flokka í úrslitaum Íslandsmóts yngri flokka á Varmá á morgun, m.a.í 3. flokk karla. Mynd/Haukar

Leikið verður til úrslita á Íslandsmótinu í handknattleik í fimm yngri flokkum á morgun í íþróttahúsinu á Varmá í Mosfellsbæ. Nú liggur fyrir hvaða lið kljást í úrslitaleikjunum fimm eftir að síðasta úrslitaleiknum lauk í gærkvöld.


Flautað verður til leiks að Varmá klukkan 11 á morgun, laugardag, þegar KA og Afturelding mætast í 4. flokki karla, yngra ár. Eftir það rekur hver leikurinn annan fram á kvöld. Síðasti leikur dagsins verður viðureign Vals og Hauka í 3. flokki karla. Haukar leika til úrslita í þremur flokkum af fimm.

Allir leikir verða sýndir beint á vef Handknattleikssambands Íslands.


Dagskrá úrslitaleikja yngri flokka laugardaginn 12. júní að Varmá:

11.00 KA – Afturelding – 4. flokkur karla yngri.
12.30 HK – Fram – 4. flokkur kvenna.
14.00 Haukar – Fram, 4. flokkur karla eldri.
15.30 ÍBV – Haukar, 3. flokkur kvenna.
17.15 Valur – Haukar, 3. flokkur karla.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -