Vængirnir náðu sér ekki á flug í Dalhúsum

Leikmenn Vængja Júpiters hressir eftir kappleik á síðasta keppnistímabili. Mynd/Aðsend

Hléið sem varð að gera á keppni í Grill 66-deild karla virðist ekki hafa farið vel í leikmenn Vængja Júpiters ef marka má leik þeirra við ungmennlið Selfoss í gærkvöldi í Dalhúsum en liðin riðu á vaðið eftir meira en mánaðarhlé að skipun sóttvarnayfirvalda.


Leikmenn Vængjanna náðu sér aldrei á flug og gestirnir frá Selfoss fóru glaðir í bragði austur yfir Hellisheiði með bæði stigin í farteskinu. Lokatölur 31:22 fyrir ungmennin frá Selfossi sem voru sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:8.


Selfoss-liðið mjakast aðeins ofar í töfluna. Það hefur 12 stig eftir 14 leiki og náði að komast stigi upp fyrir ungmennalið Hauka sem sækir Hörð heim vestur á Ísafjörð í kvöld.


Vængir Júpiters er í níunda og næst neðsta sæti með sex stig eftir 14 leiki.


Mörk VJ.: Andri Hjartar Grétarsso 9, Gísli Steinar Valmundsson 4, Ragnar Áki Ragnarsson 3, Arnþór Örvar Ægisson 2, Jón Hjálmarsson 2, Brynjar Loftsson 1, Garðar Benedikt Sigurjónsson 1.
Mörk Selfoss U.: Sölvi Svavarsson 6, Andri Dagur Ófeigsson 6, Tryggvi Sigurberg Traustason 5, Arnór Logi Hákonarson 4, Einar Ágúst Ingvarsson 4, Fannar Ársælsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Vilhelm Freyr Steindórsson 1.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -