- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vængbrotnir Haukar fóru með tvö stig úr Safamýri

Rógvi Dahl Christiansen, leikur ekki með Fram á næsta keppnistímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Vængbrotið lið Hauka lagði Fram í upphafsleik 12. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Framhúsinu í kvöld, 33:32, eftir mikla spennu á lokakaflanum. Haukar eru þar með komnir á ný í efsta sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12 leiki. Fram er í áttunda sæti með 10 stig og á leik til góða á Aftureldingu sem er í sjöunda sæti með 11 stig.


Eins og áður segir var lið Hauka vængbrotið að þessu sinni. Aron Rafn Eðvarðsson, Tjörvi Þorgeirsson, Adam Haukur Baumruk og Geir Guðmundsson voru fjarverandi vegna meiðsla og veikinda. Þess utan hefur Stefán Rafn Sigurmannsson verið lengi frá. Ólafur Ægir Ólafsson bættist síðan á sjúkralistann í kvöld. Hann meiddist á hné níu mínútum fyrir leikslok. Var hann borinn af leikvelli.

Haukar voru með yfirhöndina í leiknum nánast frá upphafi. Þeim hélst hinsvegar illa á forskoti sínu sem rokkaði frá sex mörkum og niður í jafna stöðu. Að loknum fyrri hálfleik voru gestirnir tveimur mörkum yfir, 18:16.
Svipað var upp á teningnum í síðar hálfleik. Framarar voru alltaf að elta og komust nærri því að jafna metin undir lokin þegar þeir fóru í maður á mann í vörninni á síðustu mínútu.

Brynjólfur Snær Brynjólfsson fór á kostum í leiknum. Auk þess að leika í hægra horni þá brá hann sér í skyttustöðuna hægra megin og lék við hvern sinn fingur. Alls skoraði hann 10 mörk í 11 skotum og vann tvö vítaköst.


Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 7/1, Stefán Darri Þórsson 6, Breki Dagson 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Rógvi Dahl Christiansen 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Kristinn Hrannar Bjarkason 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 8, 30,8%, Arnór Máni Daðason 2, 20%, Valtýr Már Hákonarson 1, 12,5%.

Mörk Hauka: Brynjólfur Snær Brynjólfsson 10/5, Heimir Óli Heimisson 6, Atli Már Báruson 5, Darri Aronsson 5, Þráinn Orri Jónsson 3, Jón Karl Einarsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsso 12, 27,3%.

Tölfræði leiksins er að finna hjá HBStatz.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeildinni er að finna hér.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -