- Auglýsing -
- Auglýsing -

Væri alveg galið ef ég væri farin að spila

Birna Berg Haraldsdóttir leikmaður ÍBV. Mynd/Facebooksíða ÍBV
- Auglýsing -

„Ég á nokkuð í land ennþá. Ég má til dæmis ekki ennþá fara í kontakt. En ég er með í öllu öðru og það hefur gengið vel í endurhæfingunni,“ sagði handknattleikskonan hjá ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir, við handbolta.is í dag.

Birna Berg sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum eftir miðjan september sl og fór í aðgerð í október. Hún hefur lagt hart að sér við endurhæfingu og hefur verið á leikskýrslu hjá ÍBV liðinu í nokkrum síðustu leikjum. M.a. hefur hún komið inn á leikvöllinn og tekið vítaköst þótt árangurinn hafi ekki verið sem bestur.

„Þetta hafa verið lélegustu vítaköst sem ég hef nokkurn tímann tekið. Ég spurði Sigga þjálfara hvort ég fengi ekki einn séns til viðbótar. Hann svaraði mér eiginlega ekki,“ sagði Birna Berg. Talsvert þarf til þess að gera Sigurð Bragason þjálfara ÍBV orðavant en sennilega hafa tvö varin vítaköst Birnu Berg orðið til þess.

Birna Berg Haraldsdóttir í landsleik fyrir um ári. Mynd/EPA

Hef þrýst á sjúkraþjálfarann

„Það væri alveg galið ef ég væri farin að spila svona stuttu eftir aðgerðina. Ég hef svo sem verið að þrýsta á sjúkrþjálfarann að leyfa mér að gera eitthvað meira en hann stendur fastur á sínu. Ég tek því,“ sagði Birna Berg og bætir við.

„Ég er nokkurn veginn búin að afskrifa þetta tímabil, því miður.“

Andlegur rússíbani

Birna Berg viðurkennir að það hafi reynt mjög á sig að meiðast alvarlega enn einu sinni. „Ferlið hefur verið rosalegur andlegur rússíbani. Mesta sjokkið var náttúrlega þegar ég sleit krossbandið enda held ég að ég hafi verið í besta formi lífs míns og ætlaði mér svo mikið á þessu tímabili. Núna er ég bara búin að fresta öllu um eitt ár,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir handknattleikskona hjá ÍBV og ein leikreyndasta handknattleikskona landsins um þessar mundir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -