- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valgerður Ýr tekur ekki upp þráðinn með HK í bili

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handknattleikskona hjá HK. Mynd/HK
- Auglýsing -

Þegar blásið verður til leiks í Olísdeild kvenna, vonandi snemma á nýju ári, verður skarð fyrir skildi í liði HK þar sem einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, verður fjarri góðu gamni. Hún hefur tekið að sér annað og stærra hlutverk.

Valgerður Ýr tilkynnti í gærkvöld á Facebook að hún væri ekki kona einsömul um þessar mundir og birti mynd til staðfestingar ásamt samfellu. Leó Snær Pétursson, handknattleiksmaður hjá Stjörnunni, og sambýlismaður Valgerðar Ýrar, staðfesti gleðitíðindin við handbolta.is í gærkvöld og sagði að von væri á barni þeirra í heiminn í byrjun júní. Þetta er þeirra fyrsta barn.

Þegar gert var hlé á keppni í Olísdeild kvenna í lok september var Valgerður Ýr næst markahæsti leikmaður HK með 14 mörk í þremur leikjum. Aðeins frænka hennar Sigríður Hauksdóttir hafði skorað fleiri mörk fyrir HK-liðið, 16. Þær voru næst markahæstu leikmenn HK á síðasta tímabili með 84 mörk hvor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -