- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur í efsta sæti á ný

Valur er kominn áfram í Evrópubikarkeppninni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Valur komst á ný í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með öruggum sigri á Aftureldingu, 33:16, í 8. umferð en leikið var í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valur var yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:9.
Valur er þar með stigi á undan Fram í efsta sæti þegar tveggja vikna hlé verður gert á keppni í Olísdeildinni. Valur hefur 14 stig.


Upphafskaflinn í Origohöllinni í dag gaf tóninn fyrir leikinn. Valur skoraði sjö af fyrstu átta mörkum leiksins á átta fyrstu mínútunum. Þar með var á brattann að sækja fyrir botnlið deildarinnar sem hefur átt nokkra góða leiki upp á síðkastið, en ekki að þessu sinni.


Mörk Vals: Auður Ester Gestsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 5, Mariam Eradze 5, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 4, Ída Margrét Stefánsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 8/1, Sara Sif Helgadóttir 7/1.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Ólöf Marín Hlynsdóttir 4, Susa Ines Gamboa 3/2, Telma Rut Frímannsdóttir 1, Sylvía Björt Blöndal 1, Katrín Hallgrímsdóttir 1, Jónína Hín Hansdóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 8, Tanja Glóey Þrastarsdóttir 3.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í beinni stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -