- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur er aðeins stigi á eftir Fram

Lovísa Thompson, Thea Imani Sturludóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir, leikmenn Vals. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur er aðeins einu stigi á eftir Fram sem er efst í Olísdeild kvenna eftir 19. umferð deildarinnar í dag. Valur vann Stjörnuna, 28:22, í TM-höllinni í Garðabæ og er með 26 stig. Eins og kom fram fyrr í dag tapaði Fram fyrir KA/Þór á heimavelli, 30:27.


Haukar endurheimtu fjórða sæti Olísdeildar með öruggum sigri á Aftureldingu á Ásvöllum, 36:24, eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 20:10. ÍBV hafði um stund náð fjórða sætinu af Haukum. ÍBV er stigi á eftir og á tvo leiki til góða svo það getur eitt og annað gerst í baráttunni um fjórða sætið eins og í kapphlaupinu um það efsta á endaspretti Olísdeildar kvenna.


Stjarnan byrjaði afar vel gegn Val í dag og skoraði fimm fyrstu mörk leiksins og sex af fyrstu sjö. Eftir það skoraði Stjarnan aðeins fjögur mörk á um 20 mínútna kafla og var fjórum mörkum undir í hálfleik, 14:10. Vörn Vals var afar góð og fengu leikmenn Stjörnunnar ekkert við ráðið. Ekki bætti úr skák að Valur svaraði með hröðum upphlaupum og skoraði mörg mörk eftir seinni bylgju.


Valsliðið slakaði ekki á klónni í síðari hálfleik. Þvert á móti herti það frekar tökin og vann öruggan og sanngjarnan sigur. Elín Rósa Magnúsdóttir átti stórleik fyrir Val, skoraði sjö mörk í átta skotum og átti talsvert af stoðsendingum sem sköpuðu usla í vörn Stjörnunnar.


Stjarnan – Valur 22:28 (10:14).
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 8, Eva Björk Davíðsdóttir 7/2, Anna Karen Hansdóttir 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Katla María Magnúsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 10/1, 36,3% – Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 1, 9%.
Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 7, Mariam Eradze 5, Thea Imani Sturludóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2/1, Lovísa Thompson 2/1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 14, 41% – Signy Pála Pálsdóttir 2, 50%.

Tölfræði er fengin hjá Vísir.is – Ekkert HBstatz frá leiknum að þessu sinni.


Haukar – Afturelding 36:24 (20:10).
Mörk Hauka: Berta Rut Harðarsdóttir 7/4, Ásta Björt Júlíusdóttir 6, Birta Lind Jóhannsdóttir 4, Natasja Hammer 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 2, Gunnhildur Pétursdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 11, 42,3% – Heiðbjört Anna Guðmundsdóttir 4, 30,8%.

Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 7/4, Sylvía Björt Blöndal 6, Susan Ines Gamboa 4, Anna Katrín Bjarkadóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1, Þórhildur Vala Kjartansdóttir 1, Drífa Garðarsdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 5, 23,8% – Eva Dís Sigurðardóttir 1, 4,8%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.
Stöðuna í Olísdeild kvenna er að finna hér.


Handbolti.is fylgdist með leikjunum á Leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -