- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur fer með þriggja marka forskot til Hafnarfjarðar

Valsmenn leika öðru sinni við Lemgo ytra í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valsmenn fara með þriggja marka forskot í farteskinu í síðari úrslitaleikinn á Íslandsmótinu í handknattleik við Hauka á föstudaginn eftir að hafa unnið fyrri viðureignina 32:29 í Origohöllinni í kvöld í hreint stórskemmtilegum leik þar sem boðið var upp á hraða, átök og umdeild atriði.


Ef undan er skildar upphafsmínútur fyrri hálfleiks þá voru Valsmenn með yfirhöndina allan leikinn. Þeir léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik og náðu mest sex marka forskoti, 16:10, en voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 19:14.


Haukar léku mun betur í síðari hálfleik, ekki síst í vörninni auk þess sem Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu meðan kollegi hans hinum megin á vellinum, Matin Nágy, missti aðeins dampinn eftir magnaðan fyrri hálfleik.

Haukar söxuðu jafnt og þétt á forskot Vals og komu því niður í eitt mark, 26:25, þegar tíu mínútur voru til leiksloka og aftur í eitt, 29:28, þegar rétt tæpar fimm mínútur voru eftir af leiktímanum. Nær komust þeir ekki. Valsmenn komust fjórum mörkum yfir, 32:29, áður en Geir Guðmundsson minnkaði muninn í þrjú mörk með marki fyrir Hauka.


Einvígið er galopið eftir þennan sigur enda má segja að nú taki við þriggja sólarhringa hálfleikur þar til sá síðari hefst. Það sást vel á þeim sveiflum sem voru á leiknum í kvöld að þriggja marka forskot getur horfið eins og dögg fyrir sólu sé því að skipta. Vonlítið er að veðja á hvort Íslandsbikarinn verður í geymdur á Hlíðarenda eða á Ásvöllum næsta árið eftir hafa verið síðustu tvö ár í bikarskáp Selfyssinga.


Mörk Vals: Anton Rúnarsson 9/5, Magnús Óli Magnússon 7, Vignir Stefánsson 6, Róbert Aron Hostert 4, Finnur Ingi Stefánsson 3, Þorgils Jón Svölu-Baldursson 2, Einar Þorsteinn Ólafsson 1.
Varin skot: Martin Nágy 15, 35%, Einar Baldvin Baldvinsson 1, 50%.
Mörk Hauka: Heimir Óli Heimisso 6, Geir Guðmundsson 6, Orri Freyr Þorkelsson 5/2, Tjörvi Þorgeirsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Darri Aronsson 2, Halldór Ingi Jónasson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Atli Már Báruson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15, 39% – Andri Sigmarsson Scheving 6, 40%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -