Valur í efri flokki – KA/Þór og ÍBV í þeim neðri

Valur verður á meðal þátttökuliða í Evrópubikar kvenna á næsta keppnistímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfesti í morgun þátttöku Vals, KA/Þórs og ÍBV í Evrópubikarkeppni kvenna á næsta keppnistímabili. Liðin þrjú hefja þátttöku í fyrstu umferð keppninnar.


Dregið verður til fyrstu umferðar þriðjudaginn 19. júlí. Valur verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður en KA/Þór og ÍBV í þeim neðri. Þar af leiðandi er ekki hægt að Valur geti dregist gegn öðru hvoru íslensku liðanna í neðri flokknum.


Leikdagar hafa verið ákveðnir helgarnar 8. og 9. október annarsvegar og 15. og 16. október hinsvegar.


Alls eru 59 lið skráð til leiks í Evrópubikarkeppni kvenna. Af þeim verða nöfn 54 liða í pottunum þegar dregið verður úr tveimur styrkleikaflokkum. Fimm lið sitja yfir í fyrstu umferð en mæta til leiks í aðra umferð keppninnar sem á að fara fram í fyrri hluta desember.


ÍBV komst alla leið í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar á síðasta keppnistímabili.


Nánar er hægt að sjá hér styrkleikaflokkana fyrir fyrstu umferð keppninnar og hugsanlega mótherja íslensku liðanna.

Fjögur karlalið verða með

EHF mun á næstu dögum staðfesta skráningu liða til keppni í Evrópudeild karla og í Evrópubikarkeppni karla. Eftir því sem handbolti.is kemst næst sóttu Valur, KA, Haukar og ÍBV um þátttöku í Evrópmótum félagsliða.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -