Valur Íslandsmeistari – tapaði ekki leik í vetur

Íslandsmeistarar Vals í 5. flokki kvenna, eldra ár. Efri röð Óskar Bjarni Óskarsson, Ester Elísabet Guðbjartsdóttir, Ísold Hallfríðar Þórisdóttir, Sigrún Erla Þórarinsdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir, Ingibjörg Rún Elísabetardóttir, Arnór Snær Óskarsson, fremri röð Embla Heiðarsdóttir, Hrafnhildur Markúsdóttir, Arna Sif Jónsdóttir, Eva Steinsen og Anna Margrét Alfreðsdóttir. Á myndina vantar Erlend Guðmundsson, þjálfara.

Valur varð á dögunum Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna, eldra ári. Liðið stóð sig frábærlega á keppnistímbilinu og vann alla fimm hluta Íslandsmótsins en árangur þriggja bestu mótanna er talinn saman og gildir til uppgjörs til Íslandsmeistaratitils. Þess utan tapaði liðið ekki leik á Íslandsmótinu.

Einnig varð Valsliðið Reykjavíkurmeistari í vetur.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -