- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var á brattann að sækja

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Ringkøbing Håndbold á næsta keppnistímabili. Mynd/Erik Laursen - aðsend
- Auglýsing -

Það var á brattann að sækja hjá Íslendingaliðinu Vendsyssel í dag þegar það sótti efsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, Viborg, heim enda eru liðin hvort á sínum enda stöðutöflunnar. Frá upphafi var ljóst að um einstefnu yrði að ræða að hálfu leikmanna Viborg sem voru með tíu marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 20:10.

Þegar upp var staðið munaði 18 mörkum, 37:19. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 2 skot í marki Vendsyssel og Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark.

Viborg og Odense eru efst með 18 stig hvort lið eftir 10 umferðir. Meistarar Esbjerg eru í þriðja sæti með 17 stig og eiga leik til góða gegn Köbenhavn síðar í dag. Kaupmannahafnarliðið situr í fjórða sæti með 14 stig.

Vendsyssel er neðst með eitt stig. Ekki er þó langt í næstu lið fyrir ofan. Skanderborg hefur tvö stig og Horsens fjögur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -