- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eins og að menn misstu trú á að geta staðið í Valsliðinu

Hannes Grimm, Ólafur Brim Stefánsson og Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, th. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Það var eins og menn hafi ekki haft trú á því að menn gætu staðið lengur í Valsliðinu. Við erum síðan óagaðir á köflum og sóknarleikurinn var ekki falleg sjón. Eins var það ákvörðun mín að rúlla á liðinu síðustu 10 mínútur leiksins og á þeim kafla skorum við ekki mark. Ef einhverntímann er hægt að segja að lokatölurnar gefi ekki rétta mynd af gang leiksins, þá held ég að það eigi ágætlega við í þessum leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, í svari við skriflegum spurningum handbolta.is eftir 12 marka tap liðsins fyrir Val í Olísdeild karla í handknattleik í gær.


Þið lékuð lengi sjö á sex, hversvegna gekk það illa?
„Ég er nú ekki sammála því að það hafi gengið illa. Eins sá ég í umfjölluninni að það hafi verið eins og við hefðum verið að spila sjö í sókn í seinni hálfleik en það er hinsvegar ekki rétt. Við tókum þá ákvörðun í hálfleik að fara í sex manna sóknarleik sem eins og fyrr segir gekk ekki upp. Við skoruðum 14 mörk í fyrri hálfleik sem var mest megnis eftir sjö manna sóknir og vorum við heldur betur að gera Valsmönnum lífið leitt varnarlega á þeim kafla. Undir lok fyrri hálfleiks fóru menn hinsvegar að vera ragir og þá þýðir lítið að vera spila með aukamann í sókn.“


Eru andstæðingarnir komnir upp á lagið með svara sjö á sex leikaðferðinni?
„Eins og ég sagði áðan, þá fannst mér það ekki. Fyrir mér snýst þetta miklu meira um okkur og hvernig við spilum. En það fer líka svolítið eftir því hvernig maður lítur á spilin þegar illa gengur sóknarlega. Er það útaf lélegum sóknarleik eða útaf góðri vörn andstæðingana. Það var ákvörðun okkar að byrja sjö á sex í þessum leik og við héldum því út nánast allan fyrri hálfleikinn og leikurinn var í járnum lengi vel. Eftir leikinn þá tel ég sóknarleikurinn sex á sex vera meira vandamál eins og sást bersýnilega í seinni hálfleik.“


Hvernig heldurðu að það gangi að mótívera menn fyrir næsta leik gegn Þór eftir þetta tap?
„Ég ætla vona að þetta tap og fleiri í síðustu leikjum hafi ekkert með það að gera hvernig menn mótivera sig í leikinn gegn Þór. Ég fer ekkert leynt með að segja að leikurinn gegn Þór er algjör úrslitaleikur og ef menn eiga í erfiðleikum með að mótivera sig fyrir svoleiðis leiki, þá ættu þeir að leita sér að einhverju öðru að gera,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu við handbolta.is í morgun.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -