Var í 19 daga í einangrun

Hildigunnur Einarsdóttir í þann mund að skora eitt af mörkum sínum á keppnistímabilinu fyrir Leverkusen. Mynd/Bayer Leverkusen

„Ég var mjög veik fyrstu dagana og mjög slöpp viku til tíu daga eftir það en er núna komin á gott ról og vonast til að gera verið með Leverkusen um aðra helgi,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir handknattleikskona hjá Bayer Leverkusen. Hún hefur ekkert leikið með liðinu sínu síðasta mánuðinn eftir að hafa veikst af kórónuveirunni sem er og hefur verið á sveimi í Þýskalandi eins og annarstaðar.

„Ég var í einangrun í nítján daga,“ segir Hildigununur sem var ein sjö leikmanna Leverkusen sem smituðust af veirunni 21. apríl. Allt liðið var þá sett í tveggja vikna sóttkví. Sá tími er fyrir nokkru liðin og Leverkusen hefur leikið tvo leiki síðustu leiki m.a. án Hildigunnar sem flytur heim í sumar og gengur til liðs við Val.


Hildigunnur hefur m.a. farið í lungnapróf eftir að hún komst úr eingangrun vegna þess að veiran lagðist m.a. á lungun. „Ég fór í hjarta-, og lungnaskoðun á miðvikudaginn sem kom vel út. Læknir liðsins vill að við förum rólega af stað við æfingar. Frá og með næsta mánudegi má ég fara af stað af krafti með liðinu. Ég vonast til að ná mínum síðasta leik með Leverkusen 22. maí,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -