- Auglýsing -

Varnarleikurinn var frábær

Aftureldingarmenn komust oft ekki langt gegn vörn Valsara í leiknum í kvöld. Mynd/HSÍ

„Varnarleikurinn stóð upp úr ásamt öguðum sóknarleik,“ sagði Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals eftir stórsigur á Aftureldingu, 32:21, í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik í Schenkerhöllinni í kvöld.


„Leikurinn var jafn þar til í byrjun síðari að við náðum mjög góðum kafla með fjórum mörkum í röð. Varnarleikurinn var frábær á þeim tíma, við lékum mjög agressívt eins og venjulega. Afturelding fann enga lausn á vörninni okkar,“ sagði Arnór Snær sem skoraði þrjú mörk. Hann bíður nú spenntur eftir að vita hvort hann leikur við Stjörnuna eða Fram í úrslitum á morgun klukkan 16.


„Nú förum við í pottinn, borðum vel og förum snemma að sofa og snemma á lappir í fyrramálið. Bara það klassíska,“ sagði Arnór Snær Óskarsson glaður í bragði eftir sigurleikinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -