- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vasklega gert hjá Hauki, Sigvalda og félögum

Dylan Nahi leikmaður Vive Kielce gnæfir yfir vörn Barcelona í leiknum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Pólska meistaraliðið Vive Kielce, sem Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona, 32:30, í Barcelona í kvöld í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Þar með tók pólska liðið afgerandi þriggja stiga forystu í riðlinum þegar sjö umferðir eru að baki.
Barcelona, sem ekki tapaði leik í Meistaradeildinni á síðasta keppnistímabili, hefur nú þegar tapað tvisvar sinnum og gert eitt jafntefli.


Haukur og Sigvaldi voru báðir í liði Kielce í kvöld en skoruðu ekki. Kielce var þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Arkadiusz Moryto var markahæstur með sjö mörk og Dylan Nahi var næstur með sex mörk. Timothe N-Guessan og Dika Mem skoruðu sjö mörk hvor fyrir Barcelona.
Kamil Syprzak var markahæstur hjá PSG þegar liðið vann stórsigur á Porto í París, 33:19. Syprzak skoraði átta mörk og Nedim Remili sex. Victor Itussiza var atkvæðamestur hjá liði Porto með fimm mörk.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar danska meistaraliðið Aalborg tapaði fyrir Kiel, 31:28, í Kiel en liðin eru í A-riðli. Buster Juul var markahæstur hjá Aalborg með átta mörk og Felix Claar var næstur með fjögur mörk.


Niclas Ekberg og Hendrik Pekeler skoruðu sjö mörk hvor fyrir Kiel sem komst upp í annað sæti riðilsins, stigi á eftir Montpellier.

Anton Gylfi Pálsson dómari fylgist haukfránum augum með leiknum í Szeged í kvöld sem hann dæmdi ásamt Jónasi Elíassyni. Mynd/EPA


Pick Szeged vann sig upp í þriðja sæti riðilsins með sigri á Vardar, 34:31, í Szeged í Ungverjalandi. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn af myndugleika.
Sebastian Frimmel skoraði níu mörk fyrir Szeged og Norðmaðurinn Kent Robin Tönnesen átta. Rússinn Timur Dibirov var markahæstur hjá Vardar með sjö mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -