Vel heppnaðir handboltadagar á Húsavík

Barnahópurinn sem tók þátt í æfingunum ásamt þjálfurum Mynd/HSÍ

Síðastliðna helgi stóð HSÍ í samstarfi við Völsung fyrir Handboltadögum á Húsavík. Börnum á grunnskólaaldri stóð til boða að æfa frítt undir leiðsögn reyndra þjálfara frá HSÍ. Gunnar Magnússon, íþróttastjóri HSÍ og Jónatan Magnússon, þjálfari KA stýrðu æfingunum þessa helgi.

Vel var mætt á æfingarnar og var mikil ánægja bæði hjá þjálfurunum og þátttakendum með helgina.

Í tilkynningur frá HSÍ segir m.a. að HSÍ muni senda sína fulltrúa aftur til Húsavíkur fyrir áramót og aðstoða við hið góða starf sem unnið er hjá handknattleiksdeild Völsungs. Markmið samstarfsins er að styrkja stoðir handknattleiks á Húsavík og fjölga iðkendum.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Vængirnir höfðu lítið upp í krafsinu á Selfossi

Ungmennalið Selfoss vann í kvöld annan leik sinn er þeir lögðu Vægni Júpíters í Hleðsluhöllinni á Selfossi, 29:21, eftir að hafa verið...

Víkingar gerðu strandhögg í Dalhúsum

Víkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu eina taplausa liði Grill 66-deildar karla í handknattleik, Fjölni, í kvöld í Dalhúsum í Grafarvogi,...

Kría gerði usla í Kórnum

Leikmenn Kríu gerðu heldur betur usla í toppbaráttu Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu HK, 25:23, á heimavelli...
- Auglýsing -