Vel heppnaðir handboltadagar á Húsavík

Barnahópurinn sem tók þátt í æfingunum ásamt þjálfurum Mynd/HSÍ

Síðastliðna helgi stóð HSÍ í samstarfi við Völsung fyrir Handboltadögum á Húsavík. Börnum á grunnskólaaldri stóð til boða að æfa frítt undir leiðsögn reyndra þjálfara frá HSÍ. Gunnar Magnússon, íþróttastjóri HSÍ og Jónatan Magnússon, þjálfari KA stýrðu æfingunum þessa helgi.

Vel var mætt á æfingarnar og var mikil ánægja bæði hjá þjálfurunum og þátttakendum með helgina.

Í tilkynningur frá HSÍ segir m.a. að HSÍ muni senda sína fulltrúa aftur til Húsavíkur fyrir áramót og aðstoða við hið góða starf sem unnið er hjá handknattleiksdeild Völsungs. Markmið samstarfsins er að styrkja stoðir handknattleiks á Húsavík og fjölga iðkendum.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Viltu vera með?

Frá og með deginum í dag geta lesendur handbolta.is greitt fast mánaðarlegt framlag til að efla starfsemi hans. Hægt er að greiða...

KA/Þór fékk ítalskt lið

KA/Þór leikur við ítalska liðið Jomi Salerno í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna en dregið var í morgun. Jomi Salerno var...

Ekki alvöru íþróttamaður

„Emil stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til alvöru íþróttamanna,“ sagði Nikolaj Jakobsen, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik fyrir 514 dögum síðan...
- Auglýsing -