- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verða að æfa utandyra fyrir HM

- Auglýsing -

Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum við undirbúninginn fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik karla sem nú stendur fyrir dyrum í Egyptalandi. Mjög miklar takmarkanir hafa verið á æfingum víða en óvíða hefur það þó verið eins strangt og í Úrúgvæ. Þar hefur handknattleikslandsliðið, sem nú er á leiðinni til Egyptalands, ekki mátt æfa innandyra. Blátt bann hefur ríkt um langt skeið við öllum æfingum íþrótta innandyra í Úrúgvæ.

Vegna þessa hefur landsliðið orið að æfa utandyra síðustu vikur eftir að formlega undirbúningur fyrir HM hófst. Útilokað hefur reynst að fá undanþágu til innanhússæfinga. Veðrið hefur sem betur fer ekki leikið menn grátt en hinsvegar talsvert annað að æfa handbolta utandyra en innan.

Jorge Botejara, landsliðsþjálfari ber sig vel þrátt fyrir allt. Hann segist helst sakna þess að hafa ekki fengið tækifæri til þess að leika vináttuleiki í aðdragandi keppninni. Enginn áhugi er fyrir vináttulandsleikjum um þessar mundir. Leikið var í deildarkeppni í Úrúgvæ frá september og fram í nóvember þegar skellt var í lás.


Úrúgvæ tekur nú í fyrsta sinn þátt í HM karla og verður í riðli með Þýsklandi, Ungverjalandi og Grænhöfðaeyjum sem einnig er að senda lið til keppni á HM í fyrsta sinn. Úrúgvæar mæta Alfreði Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í fyrstu umferð á föstudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -