- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verða að stóla á sjálfa sig og Dani til að ná undanúrslitum

Hvað er framundan? Ekki dugir minna en að hafa tvo í bókhaldinu. Debit og kredit. Mynd / Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Línur eru skýrar í milliriðli íslenska landsliðsins fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn. Eftir sigur Frakka á Svartfellingum í kvöld, 36:27, og tap íslenska landsliðsins fyrir Króötum fyrr í dag, 22:23.

Leikmenn íslenska landsliðsins verða að stóla á sjálfa sig og danska landsliðið til þess að draumurinn um sæti í undanúrslitum verði að veruleika.

Íslenska landsliðið verður að vinna Svartfellinga á miðvikudaginn. Eitt og sér nægir það ekki, treysta verður á að Danir vinni Frakka á miðvikudagskvöld svo kapallinn gangi upp hjá Guðmundi Þórði Guðmundssyni og lærisveinum hans svo þeir verði í undanúrslitaleik á föstudaginn. Guðmundur Þórður þarf að stóla á gamla lærisveina. Þeir eru enn nokkrir eftir í danska landsliðinu.


Tapi Ísland fyrir Svartfellingum þýðir það að Svartfellingar fá þriðja sæti, Ísland verður í fjórða, jafnvel fimmta sæti riðilsis og getur pakkað saman föggum sínum á fimmtudagsmorgun.


Jafntefli hjálpar lítt upp á sakirnar hvað íslenska liðið varðar.


Vinni íslenska landsliðið Svartfellinga og Danir tapa fyrir Frökkum þá leikur Ísland um 5. sæti mótsins við liðið sem hafnar í þriðja sæti í milliriðli tvö og þar með um farseðil á HM að ári.


Staðan er sú að Danir eru efstir í riðlinum með átta stig eftir fjóra leiki. Frakkar hafa sex stig í öðru sæti einnig eftir fjóra leiki. Ísland er í þriðja sæti með fjögur stig. Svartfellingar geta náð þriðja sæti riðilsins með sigri á Íslendingum. Svartfellingar hafa tvö stig eins og Króatar og Hollendingar.


Ljóst er þó að vinni Ísland lið Svartfellinga á miðvikudaginn þá fær Ísland 6 stig í riðlinum. Tapi Frakkland fyrir Dönum enda Frakkar líka með sex stig en verður í þriðja sæti vegna þess að þeir töpuðu leiknum fyrir íslenska landsliðinu á laugardag.


Hvort sem Danir tapa eða vinna Frakka eru Danir öruggir um sæti í undanúrslitum.

26. janúar:
14.30 Svartfjallaland – Ísland.
17.00 Holland – Króatía.
19.30 Danmörk – Frakkland.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -