- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verða efstir næstu vikurnar

Ólafur Andrés Guðmundsson, lengst til hægri, fagnar ásamt samherjum í Montpellier. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier sitja í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik næstur vikurnar eftir að hafa skilið með skiptan hlut á erfiðum útivelli Meshkov Brest í kvöld, 31:31. Heimamenn geta þakkað Mikita Vailupau fyrir stigið því hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins, þar af var það síðara úr vítakasti. Alls skoraði Vailupau níu mörk.


Montpellier er með 16 stig eftir 10 leiki og er tveimur stigum á undan Aalborg og þremur á undan Kiel sem á leik annað kvöld. Síðustu leikir ársins í Meistaradeildinni verða annað kvöld, fjórir í B-riðli og einn í A-riðli. Þráðurinn verður tekinn upp í febrúar.

Sjö stoðsendingar

Ólafur Andrés skoraði ekki mark fyrir Montpellier en átti hvorki fleiri né færri en sjö stoðsendingar. Lucas Pellas skoraði 13 mörk fyrir franska liðið og Karl Wallinius sjö.

Danmerkurmeistarar Aalborg unnu Elverum, 34:28, á heimavelli Elverum. Álaborgarliðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda og var m.a. fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12.

Aron með á nýjan leik

Aron Pálmarsson var með Danmerkurmeisturum Aalborg á nýjan leik í kvöld eftir nærri þriggja vikna fjarveru sökum höfuðhöggs í leik við Ribe Esbjerg. Aron skoraði tvö mörk í fjórum skotum og átti sex stoðsendingar. Felix Claar og Kristian Björnsen skoruðu sex mörk hvor fyrir Aalborg. Claar átti auk þess fimm stoðsendingar.

Orri Freyr skoraði

Dominik Máthé var markahæstur hjá Elverum með sjö mörk. Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark fyrir norsku meistarana að þessu sinni í eina markskotinu sem hann tók.


Elverum er í fimmta sæti A-riðils með átta stig.

PPD Zagreb vann Vardar Skopje, 23:22.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -